Árni Helgason heiti ég og er löggiltur fasteigna- og skipasali. Ég hef langa reynslu af fasteignamarkaði í störfum mínum.
Frá árinu 1997 hef ég starfrækt félagið Ferska ehf. sem hefur verið þátttakandi í fasteignaverkefnum í Bretlandi og víðar. Síðustu ár hef ég verið starfandi á Domusnova fasteignasölu í góðum hópi fasteignasala sem hafa mikla reynslu og þekkingu á markaðnum.
Ég er tilbúinn til að taka fyrirtæki, skip og fasteignir í sölu, gera bankaverðmat eða frítt söluverðmat auk þess sem ég get veitt almenna ráðgjöf við kaup eða sölu eigna sé þess þörf.
Ég hef einkum unnið við fjármögnun fasteignaverkefna, kolefniskvótaverkefna og aðstoðað sprotafyrirtæki við uppsetningu og umsóknir um styrki undanfarin ár. Þar áður var ég stjórnandi í heildsölu, smásölu og í iðnfyrirtæki.
Frítt verðmat
Tek að mér að gera bankaverðmat og frítt söluverðmat án skuldbindinga
Smelltu til að fá frítt verðmat
Ef þú ert í söluhugleiðingum hikaðu ekki við að hafa samband og við finnum út saman hvar ég get aðstoðað þig í ferlinu.
Ég tek að mér ráðgjöf við kaup og sölu fasteigna óháð þeirri fasteignasölu sem sér um söluna. Einnig tek ég að mér fjárfestingaráðgjöf og almenna rekstrarráðgjöf fyrir fyrirtæki